Tekin voru viðtöl í dag við ýmsa þá sem eru andvígir Icesave-lögunum. Verða viðtölin birt á vefnum kjosum.is í næstu viku.
Rakel Sigurgeirsdóttir, sem var ein þeirra sem stóðu að baki undirskriftarsöfnun á kjosum.is segir, að eftir að forseti Íslands ákvað að vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar hafi hópurinn einbeitt sér að að ýmsum verkefnum sem snúi að því vekja athygli á því, hvað mæli á móti því að Icesave III verði samþykkt.
Fékk Rakel þingmenn, sérfræðinga og einstaklinga niður á Austurvöll í dag til að svara spurningunni: Hvers vegna ætlar þú að hafna nýju Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl næst komandi?
Segir hún að markmiðið hafi verið að fá viðmælendur til að skýra það út fyrir áhorfendum hvers vegna þeir ætli að segja nei við nýju Icesave-lögunum í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl.