Líflegustu fasteignaviðskipti í 3 ár

Alls var 102 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu frá 4. mars til og með 10. mars. Er þetta mesti fjöldi kaupsamninga, sem þinglýst hefur verið á einni viku, frá því í mars árið 2008.

Alls var 77 samningum þinglýst um eignir í fjölbýli, 20 samningum um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Heildarveltan var 2540 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum og var meðalupphæð á samning 17,8 milljónir króna. 4 kaupsamningum var þinglýst á  Akuryri og var meðalupphæð á samning 16,9 milljónir króna. Þá var 2  kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu og  meðalupphæð á samning var 22,8 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert