Velferðarráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Lyfjastofnunar sem bannaði fyrirtæki að auglýsa lyf. Stofnunin byggði ákvörðun sína á því að lyfjabúðum sé einum heimilt að auglýsa verð og verðbreytingar lausasölulyfjum.
Í málinu var ekki deilt um hvort rangar eða ófullnægjandi upplýsingar hafi verið settar fram í lyfjaauglýsingu heldur einungis að ekki hafi réttur aðili auglýst verðbreytingar á lausasölulyfi. Ráðuneytið segir að ekki verði séð að „Lyfjastofnun hafi haft heimildir til þess að banna og afturkalla þær auglýsingar sem um ræðir í þessu máli.“
Auglýsingarnar voru birtar í dagblöðum, tímaritum og á auglýsingastöndum og spilaðar á útvarpsstöðvum.