Gísli Baldur Gíslason,
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að jarðskjálftinn í morgun sé afar merkilegur jarðfræðilegur atburður. Hann sé með allra stærstu skjálftum sem verði í heiminum og þúsund sinnum öflugri en stærstu skjálftar sem hafa orðið hér á landi.
Engar staðfestar tölur um látna hafa borist en lögregla á í borginni Sendai sagði fyrir skömmu að 2-300 lík hefðu fundist á ströndinni.
Þá er saknað farþegalestar, sem var á ferð í norðausturhluta Japans þegar flóðbylgja skall á ströndinni. Ekki er vitað hve margir farþegar voru í lestinni.
Í bænum Jiji er 48 saknað, þar af 23 námsmanna eftir að flóðbylgja fór þar yfir.