Treysta eigin vinnuveitanda

Íslendingar bera mjög mikið traust til eigin vinnuveitenda og eru jákvæðir í garð íslenskra fyrirtækja. Þetta kemur fram í könnun, sem Capacent hefur gert á trausti til stofnana og embætta fyrir Samtök atvinnulífsins.

Aðeins Landhelgisgæslan og lögreglan njóta meira trausts meðal fólks.  Nærri  þrír af hverjum fjórum (74,3%) eru jákvæðir gagnvart sínum vinnustað og bera mikið traust til eigin vinnuveitanda. Aðeins 11,1% bera lítið traust til eigin vinnuveitanda.

Þegar spurt var almennt um traust til íslenskra fyrirtækja segjast 45,1% Íslendinga  bera mikið traust til þeirra, 38,2% eru hlutlaus, en 16,7% bera lítið traust til þeirra. Ríkissáttasemjari nýtur álíka traust og fyrirtækin en því næst kemur ríkissaksóknari og dómskerfið.

Um var að ræða síma- og netkönnun fyrir Samtök atvinnulífsins dagana 2.-10. febrúar 2011. Í úrtakinu voru 1918 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup og þjóðskrá. Svarhlutfall var 58,8%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert