Mikill hiti er í foreldrum á fundi, sem nú stendur yfir í Breiðholtsskóla, þar sem Oddný Sturludóttir formaður Menntaráðs Reykjavíkur og Jón Gnarr borgarstjóri kynna sparnaðartillögur fyrir skólana í hverfinu.
Foreldrarnir á fundinum gagnrýna að verið sé að verja peningum í miðborgarverkefni, þegar nær væri að standa vörð um grunn- og leikskólana í borginni.
Fundurinn hófst klukkan tvö og er þétt setinn. Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, þurfti ítrekað að biðja fundarmenn um hafa hljóð þegar Oddný Sturludóttir talaði í ræðustól.