Ósátt við forgangsröðun

Frá fundinum sem haldinn var í Breiðholtsskóla í dag.
Frá fundinum sem haldinn var í Breiðholtsskóla í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fundi borg­ar­yf­ir­valda og for­eldra í Breiðholti er nú lokið. Þar var rætt um hagræðing­araðgerðir í grunn- og leik­skól­um borg­ar­inn­ar. Fund­ur­inn var hald­inn í Breiðholts­skóla og var þar fjöl­mennt.

Ævar Karls­son, formaður for­eldra­fé­lags Breiðholts­skóla, seg­ir að fund­ur­inn hafi verið nokkuð mál­efna­leg­ur. Fram hafi komið hörð gagn­rýni frá for­eldr­um barna í Breiðholti eins og bú­ist hefði verið við.

„Það á að vera mik­il hagræðing hér í Breiðholt­inu miðað við önn­ur hverfi. Þetta er ansi mik­ill baggi og fólk er hrætt um að þetta eigi eft­ir að bitna illa á börn­un­um í hverf­inu,“ sagði Ævar í sam­tali við mbl.is.

Hann sagði að mik­il andstaða væri meðal for­eldra í Breiðholti við sam­ein­ingu Fella­skóla og Hóla­brekku­skóla. „Það er mikið af börn­um af er­lend­um upp­runa í Fella­skóla. Þau hafa fengið mjög góðan stuðning þar og fólk er hrætt um að á því verði breyt­ing, verði af sam­ein­ing­unni.“

Hann seg­ir for­eldra al­mennt ekki sjá neinn fag­leg­an ávinn­ing af því að segja upp reynslu­miklu fólki af leik­skól­un­um. Það sé flókið mál að sam­eina leik­skóla sem hafa starfað eft­ir ólík­um stefn­um í ára­fjöld.

Að sögn Ævars  eru for­eldr­ar í Breiðholti ósátt­ir við að verið sé að verja stór­fé í að gera upp bruna­rúst­ir í miðbæn­um á sama tíma og þess­ar sparnaðaraðgerðir í skól­um borg­ar­inn­ar standa fyr­ir dyr­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert