„Rosalegur ótti meðal fólks“

„Það er rosalegur ótti meðal fólks,“ segir Bolli Thoroddsen, verkfræðingur og sjálfboðaliði hjá íslenska sendiráðinu í Japan, um ástandið í landinu eftir að jarðskjálfti sem mældist 8,9 á Richter-kvarða reið yfir þar. Hann var skiptinemi í landinu árið 1998 og hefur enn ekki náð í alla sem hann þekkir á hamfarasvæðunum.

Vitað er um 60 Íslendinga í Japan en ekki er vitað um afdrif fimm þeirra. Þó er ekki talið að þeir séu á hamfarasvæðunum.

Nánar er fjallað um jarðskjálftann í Japan í Morgunblaðinu á morgun.

Frá Japan.
Frá Japan. KYODO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert