Samúðarkveðjur til Japanskeisara

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í morgun hans hátign Akhito Japanskeisara samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni. 

„Hinar hræðilegu afleiðingar jarðskjálftanna og flóðbylgjanna hafa vakið djúpa samúð og hugur okkar sé með fjölskyldum og vinum þeirra sem látist hafa og einnig þeim sem misst hafa heimili sín og búa nú við óvissa framtíð.

Vinátta Íslands og Japans sé byggð á langvarandi samvinnu og Íslendingar þekkja jarðskjálfta og náttúruhamfarir af eigin raun þótt reynsla okkar hafi blessuanrlega ekki verið eins sár og sú sem nú þjáir hina japönsku þjóð,“ segir fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert