Skandia frá í dag vegna bilunar

Dýpkunarskipið Skandia hefur verið til viðgerðar í Vestmannaeyjum í dag.
Dýpkunarskipið Skandia hefur verið til viðgerðar í Vestmannaeyjum í dag.

Dýpkunarskipið Skandia hefur ekki unnið að dýpkun í Landeyjahöfn í dag vegna bilunar. Aðstæður við Landeyjasand hafa verið ákjósanlegar í dag og ölduhæð innan við einn meter hjá báðum Bakkafjöruduflum.

Hjá Íslenska gámafélaginu, sem annast dýpkunarverkefnið, fengust þær upplýsingar að Skandia hafi bilað um tíuleytið í morgun. Þá brotnaði dælurörið. Farið var til Vestmannaeyja þar sem unnið var að viðgerð í allan dag.

Ætlunin var að senda skipið aftur af stað um klukkan 19.00 í kvöld. Vindur hefur verið norðlægur en spáð er að hann snúist í nótt og verði suðlægur á morgun. Um hádegi á morgun er spáð SV 16 m/s á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og að hvessi þegar líður á daginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka