Vetrarfærð er á Suðurlandi, víða nokkur hálka eða hálkublettir. Hálkublettir eru meðal annars á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum vegum. Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka, hálkublettir eða snjóþekja.
Á Norðurlandi er hálka, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hólasandi. Á Austurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Hálka og éljagangur er á Fagradal og Oddskarði en þæfingsfærð er á Fjarðarheiði. Á Suðausturlandi eru hálkublettir frá Öræfum og vestur úr.