Einelti á skrifstofu VR

Merki VR.
Merki VR.

Starfsmenn á skrifstofum VR hafa þurft að taka sér frí frá vinnu vegna vanlíðunar á vinnustaðnum. Nokkrir hafa leitað til sálfræðings, að því er RÚV greinir frá. Segir að  starfsmennirnir séu ósáttir við framgöngu formanns félagsins sem starfi á skrifstofunni.

Starfsmennirnir segi formanninn hafa sakað þá um að hafa lagt sig í einelti. Trúnaðarmaður VR hafi óskað formlega eftir því að varaformaður félagsins fari yfir málið.

Málið var tekið sérstaklega fyrir á stjórnarfundi í gær, að því er RÚV greinir frá.

Þá segir að þeir starfsmenn sem fréttastofan hafi rætt við sgi að vinnuumhverfið hafi verið mengað og vont andrúmsloft hafi verið á vinnustaðnum frá því að núverandi formaður, Kristinn Örn Jóhannsson, tók við félaginu fyrir tveimur árum. Starfsmennirnir segi að Kristni hafi ekki tekist að fá þá á sitt band. Samskipti þeirra við hann hafi verið erfið og óttablandin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert