Einelti á skrifstofu VR

Merki VR.
Merki VR.

Starfs­menn á skrif­stof­um VR hafa þurft að taka sér frí frá vinnu vegna van­líðunar á vinnustaðnum. Nokkr­ir hafa leitað til sál­fræðings, að því er RÚV grein­ir frá. Seg­ir að  starfs­menn­irn­ir séu ósátt­ir við fram­göngu for­manns fé­lags­ins sem starfi á skrif­stof­unni.

Starfs­menn­irn­ir segi for­mann­inn hafa sakað þá um að hafa lagt sig í einelti. Trúnaðarmaður VR hafi óskað form­lega eft­ir því að vara­formaður fé­lags­ins fari yfir málið.

Málið var tekið sér­stak­lega fyr­ir á stjórn­ar­fundi í gær, að því er RÚV grein­ir frá.

Þá seg­ir að þeir starfs­menn sem frétta­stof­an hafi rætt við sgi að vinnu­um­hverfið hafi verið mengað og vont and­rúms­loft hafi verið á vinnustaðnum frá því að nú­ver­andi formaður, Krist­inn Örn Jó­hanns­son, tók við fé­lag­inu fyr­ir tveim­ur árum. Starfs­menn­irn­ir segi að Kristni hafi ekki tek­ist að fá þá á sitt band. Sam­skipti þeirra við hann hafi verið erfið og ótta­bland­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert