Hafnar ásökunum um einelti

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, hafnar ásökunum um að hafa lagt starfsmann í einelti.

„Ég taldi mig hafa átt gott samstarf við umræddan starfsmann. Ég hóf störf hjá bænum 1. júlí 2009 á mjög erfiðum umbrotatímum, eins og var hjá öllum bæjarfélögum, og taldi mig eiga gott samstarf við hann í þá 6 mánuði sem við unnum saman,“ segir Ágerður Halldórsdóttir.

Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Seltjarnarnesbæ hefur sakað bæjarstjórann um að hafa lagt sig í einelti. Umræddur starfsmaður hefur verið í leyfi í rúmt ár vegna eineltisins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi krefst skaða- og miskabóta frá bænum auk þess að bæjarstjórn segi Ásgerði upp störfum. 

Bæjarstjórn mun í vikunni taka afstöðu til krafna starfsmannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert