Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, hafnar ásökunum um að hafa lagt starfsmann í einelti.
Niðurstaða dómkvaddra matsmanna er sú að bæjarstjórinn hafi ótvírætt sýnt fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá bænum ámælisverða og ótilhlýðilega háttsemi sem stjórnandi.„Ég taldi mig hafa átt gott samstarf við umræddan starfsmann. Ég hóf störf hjá bænum 1. júlí 2009 á mjög erfiðum umbrotatímum, eins og var hjá öllum bæjarfélögum, og taldi mig eiga gott samstarf við hann í þá 6 mánuði sem við unnum saman,“ segir Ágerður Halldórsdóttir.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Seltjarnarnesbæ hefur sakað bæjarstjórann um að hafa lagt sig í einelti. Umræddur starfsmaður hefur verið í leyfi í rúmt ár vegna eineltisins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi krefst skaða- og miskabóta frá bænum auk þess að bæjarstjórn segi Ásgerði upp störfum.
Bæjarstjórn mun í vikunni taka afstöðu til krafna starfsmannsins.