Heitt vatn lak við Laugardalsvöll

mbl.is/Eggert

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út seint í gærkvöldi vegna vatnsleka við Laugardalsvöll. Heitt vatn lak um 100 fermetra svæði í anddyri gömlu stúkunnar og niður í kjallara hússins eftir að leiðsla sem var tengd hitablásara gaf sig.

Upplýsingar um skemmdir liggja ekki fyrir að svo stöddu. Slökkviliðið var um einn og hálfan tíma á vettvangi.

Þá var slökkviliðið kallað út vegna elds í ruslagámi við Hverfisgötu í miðborg Reykjavíkur í nótt. Greiðlega gekk að slökkva hann.

Þá sinnti sinnti  slökkviliðið 25 sjúkraflutningum í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert