Spáð er hríðarbyl í kvöld, vaxandi vindi og slæmu skyggni á fjallvegum eins og Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum. Eins á fjallvegunum á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi að sögn Vegagerðarinnar.
Þá fer veður og skyggni versnandi á Hellisheiði og í Þrengslum með kvöldinu sem og vestantil á Norðurlandi.
Útlit er fyrir mjög hvassa sunnan- og suðvestanátt. Geti vindhviður farið yfir 30 metra á sekúndu á norðanverðu Snæfellsnesi frá því um kl. 20 til 21 í kvöld og 40-55 metrum á sekúndu frá því um
miðnætti.
Snemma í fyrramálið má reikna með varasömum hnútum út með Eyjafirði, frá Akureyri og út undir Dalvík. Það nær að hlána á landinu og þar sem snjór er fyrir á vegum, verður flughált og þá er rétt að hafa í huga þann storm sem nú er spáð.
Á Suðurlandi eru hálkublettir á Sandskeiði en hálka á Hellisheiði og í Þrengslum, hálkublettir og snjóþekja mjög víða á Suðurlandi.
Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja á flestum leiðum. Hálka, éljagagnur og skafrenningur er á Fróðárheiði og á Vatnaleið. Snjóþekja, éljagangur og stórhríð á Holtavörðuheiði.
Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka og mikill éljagangur.
Á Norðurlandi er hálka,hálkublettir eða snjóþekja.
Á Austurlandi eru hálkublettir eða snjóþekja á nokkrum leiðum. Vegir eru greiðfærir frá Reyðarfirði og með ströndin vestur að Hvalsvöllum.
Á Suðausturlandi greiðfært.