Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, hvetur Rauða kross Íslands og Hjálparstarf kirkjunnar til að hefja söfnun til aðstoðar þeim sem eiga um sárt að binda eftir jarðskjálftann öfluga sem skók Japan á föstudag.
Toshiki greinir frá þessu á bloggsíðu sinni.
Hann segist vonast til þess að fólk taki höndum saman og sendi RKÍ og Hjálparstarfi kirkjunnar áskorun og með því að taka þátt í söfnun, verði hún haldin.