Búið að aðstoða 30-40 bíla

Björgunarsveitarmenn hafa verið á störfum á Holtavörðuheiði í kvöld. Mynd …
Björgunarsveitarmenn hafa verið á störfum á Holtavörðuheiði í kvöld. Mynd úr safni. mbl.is/Þorkell

Björgunarsveitir eru enn að störfum á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Búið er að aðstoða ökumenn á milli 30 og 40 bíla á þessu svæði, bæði í norður og suður. Ekki verður hætt fyrr en tryggt er að allir eru komnir niður af heiðinni. Einhver fjöldi farþega hefur verið fluttur í Staðarskála, segir í tilkynningu frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra.

Björgunarsveitir Landsbjargar, Húni frá vestur Húnavatnssýslu, Heiðar og Brák, úr Borgarfirði,  hafa verið að störfum og einnig hafa komið að þessu björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu sem voru á leið um svæðið eftir helgaræfingu á Norðurlandi.

 Heiðin er ófær og biður lögreglan ökumenn að virða það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert