Fyrri ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum fellur niður í dag vegna veðurs. Samkvæmt sjálfvirkri mælistöð er nú stormur á Stórhöfða, með suð-vestan 22 m/s og rigningu.
Athugað verður með seinni ferð um hádegi, en veðurspáin nú hljóðar upp á 24 m/s á Stórhöfða kl. 12:00.
Afgreiðsla Herjólfs biður farþegar um að hafa samband í síma 4812800 eftir upplýsingum.