Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í svonefndu nímenningamáli. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.
Fram kom að Lára V. Júlíusdóttir, settir ríkissaksóknari í málinu, hefði tilkynnt verjendum og dómara þetta fyrir helgi.
Tveir sakborningar fengu skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir brot gegn valdstjórninni og tveir voru sektaðir en aðrir voru sýknaðir.