Ökumenn afli sér upplýsinga um færð

Vegi lokað.
Vegi lokað. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnssin

Í ljósi þess sem gerðist á Holtavörðuheiði í gærkvöldi og í nótt, þar sem skilja þurfti fjölda bíla eftir á heiðinni vegna veðurs og ófærðar, vill Umferðarstofa hvetja ökumenn til að afla sér ætíð upplýsinga um færð og veður áður en lagt er af stað í langför.

Þetta á að sögn Umferðarstofu ekki hvað síst við áður en lagt er í ferðir á fjallvegi. Holtavörðuheiðin er enn ófær og víða er hvasst eða jafnvel óveður, einkum um vestanvert landið.

Hægt er að afla sér upplýsinga um færð í síma 1777 eða á heimasíðu Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert