Öllum sleppt eftir yfirheyrslu

mbl.is/Ómar

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur í dag, yfirheyrt alls sautján manns sem allir eru stjórnendur eða starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar. Yfirheyrslum er nú lokið og eru allir frjálsir ferða sinna.

Ríkislögreglustjóri vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við Samkeppniseftirlitið. Verið er að rannsaka meint ólögmætt samráð fyrirtækjanna á markaði með svokallaða grófvöru, það er steinull, gifsplötur, spónaplötur og timbur. 

Húsleitir fóru fram í húsnæði byggingavöruverslananna BYKO og Húsasmiðjunnar fyrir viku. Einnig var leitað í húsnæði Úlfsins – byggingavara, sem nú heitir Byggingavörur Dúdda. Þá voru 19 manns handteknir og yfirheyrðir í kjölfarið. 

Húsasmiðjan er að fullu í eigu Vestia, sem er í meirihlutaeigu Framtakssjóðs Íslands. Áður átti Landsbankinn Vestia, sem tók fyrirtækið yfir vegna skuldavanda. Áður var fyrirtækið í eigu Haga. BYKO er að fullu í eigu Norvik, fjárfestingafélags Jóns Helga Guðmundssonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert