Forseti Alþingis og formenn þingflokka hafa lagt fram frumvarp um þingsköp Alþingis, sem gerir m.a. ráð fyrir róttækri breytingu á nefndakerfi þingsins.
Er lagt til að nefndum verði fækkað verulega eða úr 12 í 7 og ekki verði bein samsvörun milli ráðuneyta stjórnarráðsins og málefnaskiptingar nefndanna, heldur ráði álag í nefndastarfi meira um verkefnaskipulag þingsins.
Ýmsar aðrar breytingar verða gerðar á þingsköpum samkvæmt frumvarpinu. Þannig verður heimilt að birta þingskjöl á heimasíðu Alþingis á milli þingfunda
Þá verða einnig gerðar breytingar á reglum um umræður utan dagskrá, sem munu raunar heita „sérstakar umræður" verði lagafrumvarpið samþykkt.