Árs fangelsi fyrir að stela kökudropum

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Héraðsdómu Reykjavíkur hefur dæmt 39 ára gamla konu í árs fangelsi fyrir búðarhnupl og fleiri afbrot en konan rauf skilorð eldri dóms með brotunum.

Konan var m.a. ákærð fyrir að stela samtals 60 glösum af kökudropum úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þá lét hún leigubílstjóra aka sér án þess að greiða fargjald og neytti veitinga á veitingahúsi en borgaði ekki.

Fram kemur í dómnum, að konan hefur ítrekað verið dæmd fyrir þjófnað og fleiri brot. Í nóvember var hún dæmd í skilorðsbundið fangelsi og henni var jafnframt gert að gangast undir dvöl á hæli í allt að eitt ár í því skyni að venja hana af neyslu áfengis eða deyfilyfja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert