Jón Gnarr varar við að fella Icesave

Jón Gnarr sagði í Vínarborg í gær að höfnun Icesave …
Jón Gnarr sagði í Vínarborg í gær að höfnun Icesave þýddi endalok ESB-umsóknar og ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Golli

Ef Íslend­ing­ar hafna Ices­a­ve-samn­ingn­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni 9. apríl blasa „grafal­var­leg­ar af­leiðing­ar“ við þjóðinni, seg­ir Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, í sam­tali við aust­ur­rísku frétta­stof­una APA. Jón, sem stadd­ur er í Vín­ar­borg, sagði að yrði sam­komu­lag­inu hafnað gæti um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu runnið út í sand­inn og stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur fallið.

Jón sagði í sam­tal­inu að hann hygðist sjálf­ur greiða at­kvæði með sam­komu­lag­inu. „Ég ætla að greiða at­kvæði með því, ekki vegna þess að ég skilji það eða ég telji að það sé rétt, held­ur er ég ein­fald­lega orðinn frek­ar leiður á mál­inu. Ég ætla að kjósa það í burt," sagði hann.

Jón kvaðst ekki vita hvort Íslend­ing­ar væru fylgj­andi aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, en marg­ir vildu ganga í ESB til þess að taka upp evru sem gjald­miðil. „Krón­an okk­ar er Mikkamúsar­pen­ing­ur,“ sagði Jón og bætti við að hann væri per­sónu­lega hlynnt­ari því að taka upp doll­ara. „Ekki þarf að ganga í Banda­rík­in til þess.“

Borg­ar­stjóri var spurður um póli­tísk­ar horf­ur á Íslandi félli rík­is­stjórn­in í kjöl­far at­kvæðagreiðslu á Ices­a­ve og sagði að ef til vill kæm­ust þá íhalds­menn aft­ur til valda. Bætti hann við að gerðist það myndi hann „flytja til Græn­höfðaeyja“.

Jón seg­ir að síðustu í viðtal­inu að þrátt fyr­ir vin­sæld­ir sín­ar myndi hann ekki bjóða sig fram til þings. „Ég mun ekki fara fram, hef ekki áhuga á því. Ég verð í Reykja­vík.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert