Eigum að létta af ofursköttum

Helgi Hjörvar.
Helgi Hjörvar.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í dag, að eðlilegt væri að fólk fylltist reiði yfir ofurlaunum stjórnenda fyrirtækja, sem fréttir hafa borist af. Hins vegar sé reiðin stutt æði og ekki gott að byggja á því við mótun skattastefnu. 

Helgi var að svara Lilju Mósesdóttur, þingmanni Vinstri grænna, sem spurði hvort ekki væri tímabært að taka upp fjórða skattþrepið á tekjur, sem nema yfir 1,3 milljónum króna á mánuði. 

„Allt er best í hófi, líka skattar," sagði Helgi og bætti við, að ofurskattar væru óskynsamlegir vegna þess að þeir skiluðu litlum tekjum, stuðluðu að skattsvikum og sendu þau boð til erlendra fjárfesta, að hingað sé ekki gott að leita.

„Verkefnið er ekki að leggja á nýja ofurskatta. Verkefnið er að draga úr þeim ofursköttum sem nú eru," sagði Helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert