Eigum að létta af ofursköttum

Helgi Hjörvar.
Helgi Hjörvar.

Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði á Alþingi í dag, að eðli­legt væri að fólk fyllt­ist reiði yfir of­ur­laun­um stjórn­enda fyr­ir­tækja, sem frétt­ir hafa borist af. Hins veg­ar sé reiðin stutt æði og ekki gott að byggja á því við mót­un skatta­stefnu. 

Helgi var að svara Lilju Móses­dótt­ur, þing­manni Vinstri grænna, sem spurði hvort ekki væri tíma­bært að taka upp fjórða skattþrepið á tekj­ur, sem nema yfir 1,3 millj­ón­um króna á mánuði. 

„Allt er best í hófi, líka skatt­ar," sagði Helgi og bætti við, að of­ur­skatt­ar væru óskyn­sam­leg­ir vegna þess að þeir skiluðu litl­um tekj­um, stuðluðu að skattsvik­um og sendu þau boð til er­lendra fjár­festa, að hingað sé ekki gott að leita.

„Verk­efnið er ekki að leggja á nýja of­ur­skatta. Verk­efnið er að draga úr þeim of­ur­skött­um sem nú eru," sagði Helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert