Ítreka andstöðu við tillögu um stjórnlagaráð

Gert er ráð fyrir að við skipun stjórnlagaráðs verði leitað …
Gert er ráð fyrir að við skipun stjórnlagaráðs verði leitað til þeirra 25 frambjóðanda til stjórnlagaþings, sem fengu flest atkvæði í kosningum til þingsins. mbl.is/Eggert

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd Alþingis leggjast eindregið gegn þingsályktunartillögu um skipun stjórnlagaráðs.

Flokkurinn hefur verið andvígur tillögunni frá því hún kom fyrst fram í nefnd allra, sem fjallaði um viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningar til stjórnlagaþings.

Í nefndaráliti þingmannanna segir m.a. að afstaða þeirra byggist á því sjónarmiði að með þingsályktunartillögunni sé með skýrum hætti gengið gegn niðurstöðu Hæstaréttar. 

„Tillagan felur með öðrum orðum í sér að ganga eins og langt og hægt er í þá átt að láta sem kosningarnar hafi alls ekki verið ógiltar, enda hefur ítrekað komið fram það viðhorf af hálfu ýmissa stuðningsmanna málsins að Hæstiréttur hefði alls ekki átt að komast að þeirri niðurstöðu sem hann gerði," segir m.a. í nefndarálitinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert