Mótmæla flutningi bekkja í Hagaskóla

Melaskóli í Reykjavík.
Melaskóli í Reykjavík. mbl.is/Júlíus

Á fundi á vegum foreldrafélags Melaskóla var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harðlega þeirri aðferðafræði sem komi fram í tillögum um flutning 7. bekkjar Mela-, Granda- og Vesturbæjarskóla yfir í Hagaskóla.

Segir í ályktuninni, að engin fagleg úttekt hafi verið gerð á því hvaða áhrif tillagan muni hafa á gæði skólastarfs heldur sé kylfa látin ráða kasti.

Þá er gagnrýnt, að menntaráð Reykjavíkur skuli ekki hafa haft samráð við foreldrafélagið í undirbúningi tillagnanna.

„Foreldrafélagið telur að ekki hafi verið kannað nægilega vel hvort fjölga megi kennslustofum í skólunum með því að hagræða innanhúss og bendir á að árið 1957 voru nemendur í Melaskóla 1.658," segir m.a. í ályktuninni.

Þá mótmælir foreldrafélag Melaskóla því að boðaður fundur menntaráðs um málefni Melaskóla, verði haldinn í Hlíðarskóla.
 
Virðingarfyllst,

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka