Stórhert eftirlit við umferðarljós

Glaðleg umferðarljós í borginni
Glaðleg umferðarljós í borginni

Lögreglan hefur að undanförnu fengið margar ábendingar þess efnis að ökumenn hafi ekið á móti rauðu ljósi á gatnamótum á Reykjavíkursvæðinu.

Lögreglan tekur þessar ábendingar alvarlega og mun á næstu vikum leggja sérstaka áherslu á eftirlit við ljósastýrð gatnamót. Þá mun lögreglan fylgjast með því að stöðvunarskylda á gatnamótum sé virt.

Þá vill lögreglan benda ökumönnum á þá miklu hættu sem af brotum sem þessum stafar og hvetur til aðgæslu að þessu leyti sem öðru. Ökumenn sem gerast brotlegir mega eiga von á sektum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert