Svindlarar falast eftir hjálparfé

Frá sjúkrahúsi Rauða kross Japans í Ishinomaki, þar sem tekið …
Frá sjúkrahúsi Rauða kross Japans í Ishinomaki, þar sem tekið hefur verið á móti fólki sem missti heimili sín í flóðbylgjunni eftir skjálftann. Reuters

Eitthvað hefur borið á því eftir jarðskjálftann í Japan að sendir séu falstölvupóstar til fólks þar sem óskað er eftir peningasendingum til styrktar Japönum í neyðinni. Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossi Íslands segir að því miður komi svindl sem þessi nánast undantekningarlaust í kjölfar hamfara og því ástæða fyrir fólk að gæta þess að hjálparfé þeirra fari á rétta staði.

„Ef fólk vill hjálpa til þá er það yfirleitt þannig að Rauði krossinn í hverju landi fyrir sig stendur fyrir söfnunum og sér um að koma peningunum til skila," segir Sólveig og varar við því að fólk sendi sjálft peninga út. Blaðamanni Morgunblaðsins barst tölvupóstur sem merktur var „International Red Cross UK" þar sem óskað var eftir peningasendingu til Bretlands í gegnum Western Union bankann til stuðnings fórnarlömbum skjálftans. Óhætt er að fullyrða að þeir peningar muni aldrei rata alla leið til Japan.

Þeir Íslendingar sem vilja leggja sitt af mörkum til hamfarasvæðanna í Japan ættu hinsvegar að leita beint til Rauða kross Íslands, sem hefur opnað söfnunarsímann

Bankareikngur:  0342-26-12
Kennitala: 530269-2649

Sólveig segir að með þessum leiðum geti fólk verið fullvisst um að peningarnir komist til skila eftir réttum leiðum. „Við erum líka í samvinnu með stórum hópi bæði Japana á Íslandi og Íslendingum sem tengjast Japan og þeir hafa kosið að nota okkar leiðir til að safna pening og senda út." Hún segir að japanski Rauði krossinn sé sterkt og traustverðugt félag sem sé þrautreynt í viðbrögðum við jarðskjálftum og flóðbylgjum bæði heima fyrir og erlendis.

„Þeir hafa ákveðið hlutverk að gegna innan almannavarna í Japan og sjá meira og minna um alla heilsugæslu og aðstoð. Ég myndi segja að japanski Rauði krossinn sé einna reyndastur og best settur í heimi til að bregðast við svona hamförum, en svo á eftir að koma í ljós hversu víðtækar þær eru. Ef kjarnorkuváin bætist ofan á er óvíst hvor þeir hafa bolmagn til að sjáum allt og þá eru Rauða kross félögin í viðbragðsstöðu um allan heim."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert