Eyjamenn efna til fundar í Höllinni í kvöld um samgöngumál þar sem fyrir svörum verða m.a. fulltrúar Siglingastofnunar og Eimskips. Landeyjahöfn og siglingar með Herjólfi verða efst á baugi en verulega hefur reynt á þolrif Eyjamanna í vetur með höfnina, sem meira og minna hefur verið lokuð.
Fundurinn hefst kl. 19.30. Meðal framsögumanna verða Sigurður Áss Grétarsson frá Siglingastofnun og Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri Eimskips á Íslandi. Einnig tala Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og Fólks/Sterna og Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins Ernir.