Lýsa stuðningi við Icesave

Átta nafn­greind­ir lög­menn hafa sent fjöl­miðlum yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir gera grein fyr­ir þeirri af­stöðu sinni, að greiða at­kvæði með lög­um um Ices­a­ve-samn­ing­ana í þjóðar­at­kvæðagreiðslu 9. apríl nk. 

„Væru ís­lensk rök og sjón­ar­mið hin einu réttu eða viður­kenndu í þess­ari deilu þyrft­um við ekki að hafa mikl­ar áhyggj­ur. Því miður er svo ekki. Við höf­um eng­an rétt til þess að leika okk­ur að efna­hags­legri framtíð barna okk­ar með því að halda áfram að þykj­ast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrg­inn.  Sá hugs­un­ar­hátt­ur hef­ur þegar kallað yfir okk­ur eitt hrun og við meg­um ekki við öðru," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Und­ir hana skrifa hæsta­rétt­ar­lög­menn­irn­ir Garðar Garðars­son,  Gest­ur Jóns­son,  Guðrún Björg Birg­is­dótt­ir, Gunn­ar Jóns­son, Jakob R. Möller, Lára V. Júlí­us­dótt­ir, Ragn­ar H. Hall og Sig­ur­m­ar K. Al­berts­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert