Rætt um Gaddafí á Alþingi

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra verður fyrir svörum á þingi á morgun …
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra verður fyrir svörum á þingi á morgun um hernaðinn í Líbíu.

Boðað hefur verið til utandagskrárumræðu á Alþingi á morgun um hernað Gaffafís gegn líbísku þjóðinni og viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Málshefjandi er Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra verður til andsvara.

Umræðan hefst kl. 11 á morgun, fimmtudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert