Saif al-Islam, sonur Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbíu, fullyrðir að Líbía hafi styrkt kosningabaráttu Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, árið 2007.
„Við tókum þátt í að fjármagna kosningabaráttuna. Við höfum ítarlegar upplýsingar um þetta og erum tilbúnin til að birta þær,“ sagði Saif al-Islam í samtali við Euronews TV. Áður hafði ríkissjónvarpið í Líbíu fullyrt að stjórnvöld í Líbíu ættu leyniskjöl sem gætu fellt Sarkozy.
Talsmaður Sarkozy hafnar því að Líbía hafi lagt fjármagn í kosningabaráttu forsetans.