Synjun um dvalarleyfi felld úr gildi

Dómssalur í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómssalur í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur fellt úr gildi úrskurð Útlendingastofnunar um að synja erlendri konu um dvalarleyfi á þeirri forsendu að hún hefði gengið í málamyndahjónaband hér á landi.

Dómsmálaráðuneytið hafði áður staðfest niðurstöðu Útlendingastofnunar. 

Konan kom til Íslands í desember 2007. Hún réði sig síðan í vist til íslenskrar fjölskyldu í Borgarnesi. Konan fékk dvalarleyfi til 31. október 2008 en giftist íslenskum manni, búsettum í Búðardal, 24. september og sótti í kjölfarið um áframhaldandi dvalarleyfi. 

Yfirvöldum þótti ráðahagurinn grunsamlegur, bæði vegna aldursmunar og þess að konan á hér fjölmarga ættingja. Konan er nú 23 ára en maðurinn 59 ára. Þá leiddi könnun í ljós, að hjónin bjuggu ekki saman heldur í sitt hvoru bæjarfélaginu.

Héraðsdómur segir hins vegar, að ekki verði séð af gögnum málsins að aflað hafi verið upplýsinga um aðstæður hjónanna, búsetu þeirra og samskipti sem voru nægilega traustar þannig að unnt væri að byggja niðurstöðu í málinu á þeim á þann hátt sem gert var í úrskurði Útlendingastofnunar. Er því ákvörðun ráðuneytisins felld úr gildi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert