Boða karllægan klæðnað á morgun

Mottudagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun.
Mottudagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun. mbl.is/Golli

Mottudagurinn verður haldinn hátíðarlegur á morgun en þá hvetur Krabbameinsfélagið landsmenn til þess að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr. Er fólk hvatt til að nota ímyndanaraflið og mæta í einhverju karllægu í vinnuna.

„Þetta er aðallega til að gera sér glaðan dag og sýna samstöðu á þennan hátt,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins.

Hún segir að fólk eigi að láta ímyndunaraflið ráða för um hvað sé karlmannlegt. Þannig geti konur til dæmis mætt í jakkafötum í vinnuna og karlmenn, fyrir utan að skarta mottu í andlitinu, geti klæðst kúrekabúningum, veiðifötum, íþróttafötum eða hverju því sem þeim finnst vera karlmannlegt.

Félagið hvetur ennfremur alla karlmenn til að sýna samstöðu og safna yfirvaraskeggi og um leið að safna áheitum á  vefsíðunni www.mottumars.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert