„Dæmigerð Excel-æfing“

Áætlað er að börn í Vesturbæ fari öll í Hagaskóla …
Áætlað er að börn í Vesturbæ fari öll í Hagaskóla við 12 ára aldur. mbl.is/Eggert

Foreldrar um 2.100 barna í grunnskólum Vesturbæjar og leikskólum Austurbæjar hafa verið boðaðir á sameiginlegan fund með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna tillagna um sameiningu skóla og breytingu á skóla- og frístundastarfi.

Fundurinn verður haldinn í Hlíðaskóla í Austurbæ og margir foreldrar, ekki síst í Vesturbæ, eru óánægðir með að boðað sé til svo fjölmenns fundar um svo aðskilin málefni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir foreldri sem rætt var við, að um dæmigerða Excel-æfingu verði að ræða. „Það er verið að káfa inn á sviðið sem er okkur viðkvæmast, hvað á að gera við börnin okkar. Þarna eru settar fram óljósar hugmyndir um hvernig á að spara peninga en ekki hefur verið sýnt fram á hvernig og þetta ruggar bátnum hjá rosalega mörgum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert