Fundur foreldrafélags Borgaskóla hafnar framkomnum tillögum menntaráðs Reykjavíkur um sameiningu Borga- og Engjaskóla. Félagið telur að sameining á þeim forsendum sem fyrirliggjandi gögn byggja á séu ófullnægjandi.
Fundurinn telur að upplýsingar skorti varðandi framtíðar skipulag skólahalds í hverfinu. Lýsir fundurinn yfir áhyggjum af framtíð Borgaskóla. Sparnaður er ekki mælanlegur út frá þeim gögnum sem liggja fyrir. Fundurinn krefst þess að hugmynd um sameiningu skólanna verði endurskoðuð og heildarstefna verði mörkuð um skólahald í Grafarvogi.