Koma þarf á miðstöð upplýsinga fyrir innflytjendur

Um 200 manns sóttu fjölmenningarþingið sem fór fram á 9 …
Um 200 manns sóttu fjölmenningarþingið sem fór fram á 9 tungumálum en í Reykjavík búa 11.792 innflytjendur.

Viðurkenna þarf móðurmálskennslu sem hluta af námi barna af erlendum uppruna, tryggja þarf betra aðgengi að upplýsingum á sem flestum tungumálum og koma þarf á fót miðstöð þar sem tekið er á móti innflytjendum.

Þessar tillögur og margar fleiri má finna í niðurstöðum fjölmenningarþings sem haldið var 6. nóvember síðastliðinn á vegum mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Þingið bar yfirskriftina Hvað segja innflytjendur í Reykjavík? og lágu fyrir spurningalistar um ýmsa þjónustu borgarinnar sem ræddir voru við hringborð en um 200 manns sóttu þingið sem fór fram á 9 tungumálum. Niðurstöðurnar voru kynntar á opnum fundi í Iðnó í gær og þar kynntu einnig fulltrúar Fjölmenningarráðs, sem kosið var á þinginu, starf sitt.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert