Margir ólöglegir spilaklúbbar

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa náð góðum árangri í viðskiptalífinu.
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa náð góðum árangri í viðskiptalífinu.

Icelandair Group og tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa undanfarin sex ár kannað möguleika á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis að danskri fyrirmynd til styrktar íslensku atvinnulífi.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segja bræðurnir, að margir ólöglegir spilaklúbbar séu starfræktir á höfuðborgarsvæðinu, einfaldlega vegna þess að eftirspurnin sé mikil. Þessir klúbbar skili samfélaginu engu en löglegur spilasalur eða casino skapi ný störf, efli ferðaþjónustuna og búi til nýjan skattstofn. Þeir áætla að árlegar tekjur ríkisins af casino yrðu um 450 til 750 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert