Mátti ekki framsenda tölvupóst

Seltjarnarnes.
Seltjarnarnes. www.mats.is

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Seltjarnarnesbær hafi ekki mátt áframsenda tölvupóst fyrrverandi starfsmanns á bæjarskrifstofunni í annað pósthólf eftir að hann hætti störfum. 

Fram kemur á vef Persónuverndar, að þetta hafi verið gert eftir að starfsmaðurinn lét af störfum hjá bænum og án hans vitundar.

Persónuvernd segir, að Seltjarnarnesbær hafi ekki fært nein rök fyrir því, að  framsending póstsins hafi verið  nauðsynleg til að tryggja áfram þjónustu við þá íbúa bæjarins sem þurftu að leita til fræðslu- og menningarfulltrúa bæjarins.

Raunar liggi ekkert fyrir um að ekki hafi mátt tryggja þessa þjónustu með öðrum hætti, s.s. því að stilla kerfið þannig að sendendur skeyta fengju aðeins skilaboð um að starfsmaðurinn hefði látið af störfum og hvert þeir gætu snúið sér.

Vefur Persónuverndar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert