Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar og A-listans í Reykjanesbæ hefur sagt sig úr Samfylkingunni. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.
Guðbrandur nefnir þrjú atriði sem ástæðu þess að hann hefur sagt skilið við Samfylkinguna og tengjast þau öll ágreiningi milli hans og þeirra sem nú skipa forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. „Ég sé því ekki að skoðanir mínar og þeirra sem eru forsvarsmenn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ nú um stundir fari saman á nokkurn hátt,“ segir í bréfi hans til formanns Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.