Slæm ölduspá næstu daga

Sanddæluskipið Skandia.
Sanddæluskipið Skandia.

Óvíst er hvort hægt verður að vinna eitthvað við sanddælingu við Landeyjahöfn næstu daga, en spáð er áframhaldandi suðvestan brælu. Sanddæluskipið Skandia hefur ekkert getað unnið síðan á laugardag.

Í dag var 3,4 metra ölduhæð á dufli við Landeyjarhöfn, en ölduhæð verður að vera undir 2 metrum til að hægt sé að vinna við sanddælingu. Samkvæmt ölduspá Siglingastofnunar fer ölduhæð ekki niður fyrir 2 metra næstu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert