Óvíst er hvort hægt verður að vinna eitthvað við sanddælingu við Landeyjahöfn næstu daga, en spáð er áframhaldandi suðvestan brælu. Sanddæluskipið Skandia hefur ekkert getað unnið síðan á laugardag.
Í dag var 3,4 metra ölduhæð á dufli við Landeyjarhöfn, en ölduhæð verður að vera undir 2 metrum til að hægt sé að vinna við sanddælingu. Samkvæmt ölduspá Siglingastofnunar fer ölduhæð ekki niður fyrir 2 metra næstu daga.