Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Garðs segja, að í upptalningu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í vikunni um fyrirhugaðar stórframkvæmdir, hafi hún talið upp nokkur verkefn. Sérstaka athygli hafi vakið að hún sleppti því að nefna stærsta og þjóðhagslega mikilvægasta verkefnið: Álver í Helguvík.
Þessi upptalning ráðherra, sætir furðu. Álver í Helguvík er það verkefni sem mun skapa flest störf hér á landi og skila mestum útflutningstekjum. Alþingi hefur þegar samþykkt að styðja uppbyggingu álvers í Helguvík með fjárfestingarsamningi," segir m.a. í yfirlýsingu bæjarstjóranna.
„Forsætisráðherra þarf í verki að sýna stuðning sinn við uppbyggingu álvers í Helguvík um leið og hún leggur öðrum verkefnum í atvinnuuppbyggingu í landinu lið."