Álver vantaði í upptalninguna

Álver í Helguvík hefur verið lengi í undirbúningi.
Álver í Helguvík hefur verið lengi í undirbúningi.

Bæj­ar­stjór­ar Reykja­nes­bæj­ar og Garðs segja, að í upp­taln­ingu Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, á Alþingi í vik­unni um fyr­ir­hugaðar stór­fram­kvæmd­ir, hafi hún talið upp nokk­ur verk­efn. Sér­staka at­hygli hafi vakið að hún sleppti því að nefna stærsta og þjóðhags­lega mik­il­væg­asta verk­efnið: Álver í Helgu­vík.

Þessi upp­taln­ing ráðherra, sæt­ir furðu. Álver í Helgu­vík er það verk­efni sem mun skapa flest störf hér á landi og skila mest­um út­flutn­ings­tekj­um. Alþingi hef­ur þegar samþykkt að styðja upp­bygg­ingu ál­vers í Helgu­vík með fjár­fest­ing­ar­samn­ingi," seg­ir m.a. í yf­ir­lýs­ingu bæj­ar­stjór­anna.

„For­sæt­is­ráðherra þarf í verki að sýna stuðning sinn við upp­bygg­ingu ál­vers í Helgu­vík um leið og hún legg­ur öðrum verk­efn­um í at­vinnu­upp­bygg­ingu  í land­inu lið."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert