Fé fæst til Íslands á ný

Landsvirkjun hefur samið um fjármögnun framkvæmda við Búðarhálsvirkjun.
Landsvirkjun hefur samið um fjármögnun framkvæmda við Búðarhálsvirkjun. mbl.is/RAX

Hópur íslenskra fyrirtækja sem lifðu af hrunið 2008 án nauðasamninga eða annars í þeim dúr hefur sótt sér um 126 milljarða króna til erlendra fjárfesta og fjármálastofnana á síðastliðnum misserum. Um er að ræða fyrirtækin Össur, Marel, Icelandic Group og Landsvirkjun.

Til samanburðar nam byggingarkostnaður álvers Fjarðaáls við Reyðarfjörð, sem var hluti af því er hefur verið kallað stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, sömu upphæð. Landsvirkjun greindi frá því í gær að náðst hefði samkomulag við Norræna fjárfestingarbankann (NIB) um 70 milljóna dollara fjármögnun á Búðarhálsvirkjun, en áætlað er að um 200 milljónir dollara af lánsfé þurfi til að ljúka framkvæmdinni.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að stærsta fjármögnunarsamninginn eftir hrun, af áðurnefndum fyrirtækjum, hafi Marel gert síðastliðið haust. Samdi fyrirtækið þá um sem samsvarar 54 milljarða króna fjármögnun til fimm ára. Össur tryggði sér síðan 27 milljarða króna fjármögnun í síðustu viku. Kjör Össurar í þeim samningum voru með besta móti, eða 1,45% vextir ofan á LIBOR-vexti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert