„Góðærið gerðist svo hratt að heilu hverfin risu upp og Google Maps hafði bara ekki við“, sagði Ari Eldjárn á uppistandskvöldi í Þjóðleikhúskjallaranum sem Mbl Sjónvarp sýnir nú frá.
Meðal annarra uppistandara sem troða upp í þætti dagsins er eftirherman Sólmundur Hólm sem bregður sér í gervi Bjarna Fel á óborgalegan hátt og þeir Mið-Íslands bræður Halldór Halldórsson, sem fjallar um föðurhlutverkið, og Jóhann Alfreð sem gerir kynþokka Helga Björns að umtalsefni.
Þáttinn má sjá hér.