Siglingastofnun hefur ákveðið að birta spá um hvenær líklegt sé að hægt verði að fara að nota Landeyjahöfn. Samkvæmt fyrstu spánni er útilokað að höfnin opnist fyrir 24. mars og litlar líkur á að hún opnist fyrir 1. apríl.
Á fundi um samgöngumál í Vestmannaeyjum kom fram ósk frá Eyjamönnum um tíðari fréttir af horfum í Landeyjahöfn og upplýsingar um hvort Herjólfur sigldi þangað eða í Þorlákshöfn.
Í framhaldinu hafa Siglingastofnun og Eimskip sammælst um að birta á vef
Herjólfs og vef Siglingastofnunar Íslands spár um hvenær vænta megi að
Landeyjahöfn opnist m.t.t. dýpis og hversu lengi ætla megi að hún haldist opin.
Stefnt er að því að spárnar birtist á hverjum mánudegi og nái eina til tvær
vikur fram í tímann og mögulegar breytingar birtist eins fljótt og kostur er. Aðeins er um spár að ræða sem sem geta breyst án fyrirvara.
Fyrsta
spáin er svohljóðandi: Útilokað er að Landeyjahöfn opnist m.t.t. dýpis fyrir 24.
mars og litlar líkur eru á að hún opnist fyrir 1. apríl.