Meirihluti hlynntur forvirkum rannsóknarheimildum

Meirihluti, eða 58,4% þeirra sem tóku afstöðu í könnun MMR, var hlynntur því að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir.

Karlar voru  hlynntari forvirkum heimildum lögreglu en konur. Þá eykst stuðningur með hækkandi tekjum og aldri en 72,3% þeirra sem eru á aldrinum 50-67 ára eru hlynnt forvirkum rannsóknarheimildum borið saman við 38,7% sem eru á aldrinum 18-29 ára.

Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar er stuðningsfólk Samfylkingarinnar (67,4%) hlynntast því að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir en stuðningur  nnara stjórnmálaflokka var frá 60-64%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert