Nefndarmenn fá meira en þolendur

Breiðavík er yst við Patreks-fjörð.
Breiðavík er yst við Patreks-fjörð. Ómar Óskarsson

Félagsmenn samtaka vistheimilabarna eru reiðir yfir bréfum um sanngirnisbætur sem fyrrverandi vistheimilabörnum Breiðavíkur bárust í gær. Margir hafa brostið í grát vegna bréfanna, sem hafa verið kölluð skammarbréf.

Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.

Félagsmenn segja þá fá hæstu bæturnar sem eigi auðveldast með að tjá sig um það sem þeir þurftu að þola. Erna Agnarsdóttir, formaður samtaka vistheimilabarna, sagði í samtali við Sjónvarpsins, að bæturnar væru lágar og til skammar. Hún benti á að nefndarmenn í vistheimilanefndn fengju meira í sinn hlut en þolendur. 

Fundur samtaka vistheimilabarna stendur nú yfir og er aðal umræðuefnið bréf frá embætti sýslumannsins á Siglufirði, sem send hafa verið til þeirra sem fá  bætur vegna vistar í Breiðavík. Blaðamannafundur hefst að loknum fundinum, klukkan hálfníu í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert