Fundur Jóns Gnarr borgarstjóra, með foreldrum í Bústaðahverfi, Háaleitishverfi og Laugardal hófst klukkan 11 í morgun og var að ljúka.
Ætlun borgarstjóra var að Hjálmar Sveinsson varaborgarfulltrúi stýrði fundinum en íbúarnir kusu annan fundarstjóra, Svala Björgvinsson.
Fundurinn fer fram í Réttarholtsskóla og eru þar kynntar hugmyndir um sameiningu grunnskóla og leikskóla og fleiri breytingar. Vildu foreldrar að kosinn yrði hlutlaus aðili til að stýra fundinum og fékk Hjálmar aðeins atkvæði borgarstjóra í kosningunni.
Hart var deilt á ráðamenn borgarinnar á fundinum og samþykkt ályktun gegn fyrirhuguðum breytingum á skólastarfi, að sögn Sifjar Jónsdóttur, varaformanns Foreldrafélags Hvassaleitisskóla.