Fulltrúar ríkisins víki úr bankaráðum

Jóhanna Sigurðarsdóttir.
Jóhanna Sigurðarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins, að íhuga verði vandlega hvort ekki sé rétt að fulltrúar stjórnvalda í bankaráðum Arionbanka og Íslandsbanka verði látnir víkja vegna launahækkana sem bankastjórar bankanna fengu.

Jóhanna sagði, að launahækkanir bankaráðsmanna og skilanefndarmanna væru kjaftshögg fyrir almenning í landinu. Hún hafi farið fram á það að hækkanirnar verði dregnar til baka en  engin viðbrögð fengið við þeirri beiðni.

Þá sagði Jóhanna að það hafi verið mikil vonbrigði að annar fulltrúi Bankasýslunnar hafi greitt atkvæði með launahækkununum og hinn setið hjá.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert